Draumabók er fyrir alla sem láta sig dreyma og vilja sjá drauma sína verða að veruleika.

Þú getur sett inn myndir af draumum sem hafa nú þegar ræst, góðar minningar og allt það sem þér dettur í hug. Leyfðu hugmyndafluginu að ráða för.

Draumabók er í stærð A5, prentuð á hágæða pappír með þykku kartoni á forsíðu og bakhlið. Svört forsíða með fallegri gyllingu.

Í Draumabók eru margar auðar síður og þar getur þú skrifað, teiknað og litað. Þú getur límt úrklippur og ljósmyndir af þínum draumum og hugmyndum. 

Í Draumabók eru skemmtilegir listar sem þú getur fyllt út ef þú vilt:

  • Draumalistinn minn 
  • Stóri draumalistinn
  • Nýjir hlutir sem ég á eftir að prófa
  • Staðir sem mig dreymir um að ferðast til 
  • Afrekin mín
  • Minningar 
  • Draumar

Með Draumabók fylgja litríkir og skemmtilegir límmiðar með íslenskum orðum sem þú getur sett við myndir eða texta ef þú vilt.

Með því að sjá draumana þína fyrir þér myndrænt og setja þá í orð verða þeir raunverulegri í huga þínum og þú átt auðveldara með að trúa því að þeir geti ræst!

Draumabók er í stærð A5, prentuð á hágæða pappír með þykku kartoni á forsíðu og bakhlið. Svört forsíða með fallegri gyllingu.

Verð 4200 kr. Heimsending með Póstinum 350 kr.

 

Hverjir eru þínir draumar?