Ég heiti Bjargey Ingólfsdóttir og hef í nokkur ár haldið úti heimasíðunni minni Bjargey & Co. þar sem ég hef deilt með lesendum mínum hugleiðingum, fjölskyldulífi og áhugamálum. Ég hef mikla ævintýraþrá og elska að ferðast um heiminn og upplifa nýja menningu. 
Ég er menntuð með B.A. próf í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands og er sjálfboðaliði fyrir Evrópusamtökin ECPO – European Coalition for People Living við Obesity. 
Sjálfsrækt og sjálfsumhyggja eru mér hugleikin málefni, en ég þurfti sjálf að byggja mig upp frá grunni eftir að hafa misst heilsuna vegna örmögnunar fyrir nokkrum árum. Ég var ofurkonan sem hélt öllum boltum á lofti en lærði af reynslunni að ég þarf að setja sjálfa mig og heilsuna í fyrsta sæti til þess að geta sinnt öllum öðrum hlutverkum sem móðir, eiginkona og kona á framabraut með stóra drauma!
 
Ég er höfundur bókarinnar Hamingjubók, sem hjálpar þér við að finna það út hvað gefur þér gleði, vellíðan og sanna hamingju í lífinu. Bókin er dagbók sem gerir markmiðasetningu einfalda og skemmtilega og nýtist öllum sem vilja hugsa vel um líkama og sál. Með því að skrifa í bókina getur þú fundið út hvar styrkleikar þínir liggja, hverjir draumar þínir eru og hvert þú stefnir í lífinu.
 
Hamingjan er þín!
Bjargey
Versla bókina
Instagram has returned invalid data.