Draumabók

Draumabók er fyrir alla sem láta sig dreyma og vilja sjá drauma sína verða að veruleika.

Í Draumabók er pláss fyrir alla þína drauma og hugmyndir, auðar blaðsíður til þess að fylla af skemmtilegum og spennandi draumum sem þú vilt að rætist.

Með Draumabók getur þú séð draumana þína fyrir þér myndrænt með því að líma inn á auðu síðurnar ljósmyndir og úrklippur af því sem þig dreymir um.

Þegar við sjáum draumana okkar fyrir okkur myndrænt er auðveldara að trúa því að þeir geti ræst og þegar við trúum því að draumar okkar geti ræst eru meiri líkur á að þeir muni rætast!

Í Draumabók eru líka skemmtilegir listar þar sem þú getur skrifað niður þína drauma. Láttu þig dreyma og skrifaðu niður Draumalistann þinn!

Til dæmis getur þú skrifað niður þá staði eða lönd sem þig dreymir um að ferðast til…

Síðan getur þú límt inn á auðu síðurnar myndir af þeim stöðum sem þig langar að ferðast til og búið til í huganum þitt draumafrí eða ferðalag.

Með Draumabók fylgja límmiðar með íslenskum orðum og setningum sem þú getur límt inn við myndir eða texta og skreytt að vild.

Þú getur síðan að sjálfsögðu límt allskonar límmiða inn í bókina og skreytt hana að vild!

Draumabók getur varðveitt dýrmætar minningar, en þú getur notað hana sem minningabók þar sem þú getur skrifað niður góðar minningar og sett inn ljósmyndir.

Smelltu hér til þess að panta þitt eintak:

https://bjargeyogco.is/draumabok/

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *